Frekari upplýsingar um heilbrigðiskröfur er að finna í kynningarmyndskeiði og í leiðbeiningum hér fyrir neðan.

Trúnaðarlæknir ákvað að eftirtalin atriði verði lögð til grundvallar við inntöku­skilyrði til náms í skólanum. Læknisvottorði sem skilað er til trúnaðarlæknis gildir ekki milli ára og má ekki vera eldra en tveggja mánaða þegar sótt er um.

Læknisvottorð skal skoðað og geymt hjá Vinnuvernd, Holtasmára 1, 201 Kópavogi og skal senda vottorðið þangað merkt: „Trúnaðarlæknir – starfsnám lögreglu“.

Þá er líka hægt að senda læknisvottorðin í gegnum rafræna sendingargátt hjá Vinnuvernd:

https://transfer.signet.is/Authed/Login?ReturnUrl=%2FAuthed%2FCompanyLoad%3Fgroup%3Dvinnuvernd

Læknisvottorð má nálgast hér. Smella á “Download” hér fyrir neðan. 

Download (PDF, 224KB)

Skilafrestur til að skila inn læknisvottorði og viðbótargögnum sem tengjast læknisvottorðinu s.s. vottorði sérfræðilæknis í viðkomandi sérgrein er til og með 4. júní 2020.

Frekari leiðbeiningar má finna hér

Download (PDF, 123KB)

Kynningarmyndskeið um heilbrigðiskröfur má nálgast hér:

Skilafrestur til að skila inn læknisvottorði og viðbótargögnum sem tengjast læknisvottorðinu, s.s. vottorði sérfræðilæknis í viðkomandi sérgrein er til og með 4.júní 2020.