1. Sækja þarf um bæði í  starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu (MSL) og um nám í lögreglufræðum fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri (HA). Sótt er um rafrænt á heimasíðu.
  2. Umsóknir sem berast innan auglýsts umsóknarfrests eru teknar til meðferðar, en aðrar ekki.
  3. Fyrirspurnir í tengslum við starfsnámið skal senda á netfangið starfsnam@logreglan.is.

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu skal fyrst meta hverjir umsækjenda eru hæfir og uppfylla almenn inntökuskilyrði. Þá getur setrið látið hæfa umsækjendur undirgangast inntökupróf og önnur próf sem rétt þykir að framkvæma.

Þeir umsækjendur sem staðist hafa skilyrði a, b og d liðar samkvæmt 1.mgr. 38.gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 2.mgr. 6.gr. reglugerðar nr. 221/2017 eru prófaðir í þreki, lagt fyrir sálfræðimat og önnur verkefni.

Þeir umsækjendur sem standast öll almenn skilyrði samkvæmt. 1. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr 90/1996 og 2. mgr. 6.gr. reglugerðar nr.221/2017 eru boðaðir í viðtal og önnur verkefni.