Loader Loading...
EAD Logo Taking too long?

Reload Reload document
| Open Open in new tab

Niðurhal [169.09 KB]

  1. Sótt er um rafrænt á heimasíðu um nám í lögreglufræðum fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri (HA). Almenn krafa er að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Uppfylli umsækjandi almenn inntökuskilyrði fyrir háskólavist mun hann innan nokkurra daga fá send skilaboð í umsóknargáttina sína. Skilaboðin innihalda m.a. hlekk þar sem þú getur haldið áfram með umsókn þína og sótt um stafsnám hjá MSL inn á island.is.
  2. Vakin skal athygli að því að umsókn er ekki fullgild nema sótt er um á báðum stöðum og hún berist innan auglýsts umsóknarfrests.
  3. Fyrirspurnir í tengslum við starfsnámið skal senda á netfangið starfsnam@logreglan.is.

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu skal fyrst meta hverjir umsækjenda eru hæfir og uppfylla almenn skilyrði. Þá getur setrið látið hæfa umsækjendur undirgangast inntökupróf og önnur próf sem rétt þykir að framkvæma.

Þeir umsækjendur sem staðist hafa skilyrði a, b, d og f liðar samkvæmt 1.mgr. 38.gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 2.mgr. 6.gr. reglugerðar nr. 221/2017 eru prófaðir í þreki, lagt fyrir sálfræðimat og önnur verkefni (Fasi 1).

Þeir umsækjendur sem standast öll almenn skilyrði samkvæmt. 1. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr 90/1996 og 2. mgr. 6.gr. reglugerðar nr.221/2017 eru boðaðir í viðtal og önnur verkefni (Fasi II).

Umsækjendur sem koma til greina í starfsnám MSL þurfa að undirgangast læknisskoðun. Umsækjandi ber sjálfur kostnað af læknisskoðuninni.

Gert er ráð fyrir að 44 nemendur hefji starfsnám í september 2021.