1. Byrjað er á að sækja um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu (MSL) rafrænt á heimasíðu MSL og þar í gegnum Ísland.is .
  2. Eftir að umsókn til MSL hefur verið send fær umsækjandi 4 stafa númer sem hann þarf að tilgreina í umsókn sinni um nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri (HA). Sótt er um rafrænt á heimasíðu HA.
  3. Samhliða umsókn skal læknisvottorð MSL sent trúnaðarlækni ríkislögreglustjóra samkvæmt staðli mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu. Læknisvottorð skal senda til Vinnuvernd, Holtasmára 1, 201 Kópavogi og  merkja ” Trúnaðarlæknir – starfsnám lögreglu”. Þá er líka hægt að senda læknisvottorðin í gegnum rafræna sendingargátt hjá Vinnuvernd. Læknisvottorð gilda ekki milli ára og mega ekki vera eldri en tveggja mánaða þegar sótt er um.
  4. Umsóknir sem berast innan auglýsts umsóknarfrests eru teknar til meðferðar, en aðrar ekki.

Umsóknarfrestur í starfsnám MSL og í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri var til og með 4.maí 2020.

Skilafrestur til að skila inn læknisvottorði og viðbótargögnum sem tengjast læknisvottorðinu, s.s. vottorði sérfræðilæknis í viðkomandi sérgrein var til og með 4.júní 2020.

Fyrirspurnir í tengslum við starfsnámið skal senda á netfangið starfsnam@logreglan.is.

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu skal fyrst meta hverjir umsækjenda eru hæfir og uppfylla almenn inntökuskilyrði. Þá getur setrið látið hæfa umsækjendur undirgangast inntökupróf og önnur próf sem rétt þykir að framkvæma.

Þeir umsækjendur sem staðist hafa skilyrði a, b og d liðar samkvæmt 1.mgr. 38.gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 2.mgr. 6.gr. reglugerðar nr. 221/2017 eru prófaðir í þreki, lagt fyrir sálfræðimat og ritunarverkefni. Inntökupróf verða haldin síðustu vikuna í júní eða dagana 22.-26.júní, þar með talin þrekprófin. Athugið að niðurstöður læknisskoðunar og þrekprófs sbr. skilyrði c liðar samkvæmt 1.mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 munu liggja fyrir eigi síðar en í byrjun ágúst.

Þeir umsækjendur sem standast öll almenn skilyrði samkvæmt. 1. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr 90/1996 og 2. mgr. 6.gr. reglugerðar nr.221/2017 eru boðaðir í viðtal og önnur verkefni. Prófað verður í október og nóvember.