Félagastuðningskerfið

Í lögreglunni er starfrækt félagastuðningskerfi, sem er jafningjastuðningur. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst það um að stuðningur komi frá aðilum sem eru í sömu aðstæðum og einstaklingurinn sem tekur við stuðningnum. Þeir eru sérstaklega þjálfaðir í að veita félagastuðningi, þar sem hlutverk þeirra er að sjá til þess að haldinn sé viðrunarfundur þegar streituvekjandi verkefni eða atburður hefur átt sér stað og vera til staðar fyrir félagana, sýna þeim stuðning eða ræða erfið málefni ef þeir þurfa á því að halda.

Í framhaldi af því geta stuðningsfélagar óskað eftir úrvinnslu- og fræðslufundi hjá sálfræðingi ríkislögreglustjóra og/eða fengið tilvísun til sálfræðings ef talin er þörf á frekari stuðning eða aðstoð.