Um mennta og starfsþróunarsetur

Mennta- og starfþróunarsetur lögreglu varð til hjá embætti ríkislögreglustjóra þann 1. júní 2016 í kjölfar þess að alþingi samþykkti breytingar á lögreglulögum sem snúa að menntun lögreglu.

Hlutverk mennta- og starfsþróunarseturs

Samkvæmt 37. gr. lögreglulaga nr. 90 frá 1996, með áorðnum breytingum er hlutverk Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu, sem starfar innan embættis ríkislögreglustjóra, skilgreint á eftirfarandi hátt:
a. að annast starfsnám nema í lögreglufræðum við háskóla, sbr. 38. gr., í samstarfi við háskóla,
b. að hafa umsjón með símenntun lögreglumanna innan lögreglu,
c. að annast skipulagningu og framboð sérhæfðra námskeiða, eftir atvikum í samstarfi við háskóla eða á grundvelli alþjóðasamstarfs,
d. að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um menntun lögreglumanna,
e. að annast alþjóðasamskipti á vettvangi lögreglumenntunar,
f. að annast önnur verkefni er lúta að menntun og fræðslu lögreglu.

Nánari upplýsingar um hlutverk mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu má finna í reglugerð nr. 221 frá árinu 2017, smellið hér til að sjá reglugerðina.

Starfsmenn

Aðalsteinn Bernharðsson
Guðmundur Ásgeirsson
Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir
Ólafur Egilsson
Ólafur Örn Bragason
Soffía Waag Árnadóttir
Sveinbjörg Guðmundsdóttir
Logi Jes Kristjánsson
Hildur Þuríður Rúnarsdóttir
Sverrir Guðfinnsson
Tjörvi Einarsson