Um mennta og starfsþróunarsetur

Mennta- og starfþróunarsetur lögreglu varð til hjá embætti ríkislögreglustjóra þann 1. júní 2016 í kjölfar þess að alþingi samþykkti breytingar á lögreglulögum sem snúa að menntun lögreglu.

Hlutverk mennta- og starfsþróunarseturs

Samkvæmt 37. gr. lögreglulaga nr. 90 frá 1996, með áorðnum breytingum er hlutverk Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu, sem starfar innan embættis ríkislögreglustjóra, skilgreint á eftirfarandi hátt:
a. að annast starfsnám nema í lögreglufræðum við háskóla, sbr. 38. gr., í samstarfi við háskóla,
b. að hafa umsjón með símenntun lögreglumanna innan lögreglu,
c. að annast skipulagningu og framboð sérhæfðra námskeiða, eftir atvikum í samstarfi við háskóla eða á grundvelli alþjóðasamstarfs,
d. að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um menntun lögreglumanna,
e. að annast alþjóðasamskipti á vettvangi lögreglumenntunar,
f. að annast önnur verkefni er lúta að menntun og fræðslu lögreglu.

Nánari upplýsingar um hlutverk mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu má finna í reglugerð nr. 221 frá árinu 2017, smellið hér til að sjá reglugerðina.

Það er stefna mennta- og starfsþróunarseturs að bjóða starfsnemum og starfsfólki lögreglu uppá fjölbreytt nám og þjálfun sem byggir á gæðum og nýjungum. Mennta- og starfsþróunarstefnu setursins má nálgast hér

Starfsmenn

Guðmundur Ásgeirsson
Aðstoðaryfirlögregluþjónn Starfsnám og símenntun
Hrafnhildur Jóhannesdóttir
Verkefnastjóri
444-2521
Ólafur Örn Bragason
Forstöðumaður
444-2455
Soffía Waag Árnadóttir
Sérfræðingur Menntun lögreglu
444-2458
Sveinbjörg Guðmundsdóttir
Skrifstofa
444-2450
Logi Jes Kristjánsson
Lögreglufulltrúi Starfsnám og símenntun
Hildur Þuríður Rúnarsdóttir
Lögreglufulltrúi Starfsnám og símenntun
Sverrir Guðfinnsson
Lögreglufulltrúi Starfsnám og símenntun
Tjörvi Einarsson
Lögreglufulltrúi
444-2451