Starfsþjálfun fer fram í lögregluembættum landsins, á fjórða og síðasta misseri lögreglufræðanámsins. Nemendur velja sér starfsþjálfunarembætti og verður reynt að verða við þeim óskum, ef nokkur möguleiki er á.  

Nemendur verða undir handleiðslu reyndra lögreglumanna á meðan á starfsþjálfuninni stendur. Handleiðarar lögreglu munu leiðbeina og stýra nemum við almenn lögreglustörf og munu þau einnig skyggnast inn í heim rannsóknarlögreglu og ásamt fleiri þátta lögreglustarfsins. Handleiðar gefa að lokum umsögn um nemann sem vega mun þungt í heilstæðu mati á frammistöðu hans í öllu starfsnáminu.