Starfsnám í lögreglufræðum er mikilvægur þáttur í lögreglufræðanáminu en til að öðlast starfsréttindi sem lögreglumaður verða lögreglufræðinemar að ljúka starfsnámi hjá lögreglu.

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL) annast og skipuleggur starfsnámið í samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA).

Starfsnámið er byggt upp á lotum sem fram fara að mestu í húsnæði MSL að Krókhálsi 5a, Reykjavík. Náminu er skipt upp í vinnulotur, starfsnámslotur, þar sem lögð er áhersla á verklega lögreglutengda þjálfun af ýmsum toga, verklegar æfingar og lausnir raunhæfra verkefna. Á fjórða og síðasta misseri námsins fara nemendur í starfsþjálfun hjá lögregluembætti.