Skráning á ráðstefnu 14. september-Þrælahald nútímans

Fimmtudaginn 14. september kl. 8.30- 16.15-í sal Gullteigs á Grand hótel, verður haldin ráðstefnan Þrælahald nútímans – Modern day slavery, þar sem sjö sérfræðingar erlendis frá miðla af reynslu sinni og þekkingu. Um er að ræða einstaklinga sem hafa mikla þekkingu og reynslu af baráttunni gegn mansali; lögreglumenn, saksóknarar og sérfræðingar í vinnu með fórnarlömbum.

Mansal er ein stærsta ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir og er áætlað að milljónir einstaklinga séu hagnýttir í mansal árlega, ýmist í eigin landi eða erlendis, í vinnumansal, kynlífsánauð, betl, líffærasölu eða með öðrum hætti.

Með mansali er verið að nýta viðkomandi einstakling eða hóp einstaklinga í ábataskyni og brjóta gegn frelsi viðkomandi.

Starfsgreinasamband Íslands, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg ásamt Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar standa að ráðstefnunni en ráðstefnan er hluti af verkefninu „Gegn mansali – samvinna yfir landamæri sem hlaut styrk úr Jafnréttissjóði 2016.

Skráning er til 12. september n.k.

Smellið á þessa vefslóð fyrir nánari upplýsingar og dagskrá ráðstefnu; https://menntaseturlogreglu.is/namskeid/radstefna14sept/