Rannsóknir og tölfræði
Eitt af hlutverkum lögreglu er að skrá öll brot og tilkynningar svo hægt sé að fylgjast með þróun brota og störfum lögreglu. Þá vinna sérfræðingar lögreglu einnig að fræðilegum rannsóknum er snúa að lögreglu þar sem markmiðið er að starfið sé faglegt og öruggt sem jafnframt skilar sér út í samfélagið.

Hér má finna birtar rannsóknir og talnaefni um afbrot fyrir allt landið, sem útgefið er af deildinni:

Útgefið efni
Talnaefni

Fræðslumál
Fræðslumálum embættis ríkislögreglustjóra er sinnt af verkefnastjóra. Fræðslumálin snúa meðal annars að korlagningu á þekkingu lögreglunnar, þar með talið uppbyggingu og þróun á starfsgreiningu. Þá fellur það í hlut verkefnastjórans að halda utan um fræðslu- og starfsþróunarmál starfsmanna embættis ríkislögreglustjóra sem og heilsu- og vinnuvernd.

Sálfræðiþjónusta
Hjá embætti ríkislögreglustjóra er starfandi klínískur sálfræðingur sem hefur það hlutverk að hafa umsjón með félagastuðningskerfi lögreglunnar, ásamt því að taka þátt í fræðslu fyrir lögreglumenn, vali í starfsnámi og tilteknar deildir innan lögreglu og þátttaka í rannsóknum.