Lögreglan-fjölmiðlar-samskipti

Loading Map....

Tími
Date(s) - 14/03/2019
9:00 f.h. - 12:00 e.h.

Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 3.hæð

Flokkar


Hlutverk lögreglu hefur breyst töluvert á undanförnum árum, sérstaklega hvað varðar að minnka ótta við afbrot í samfélaginu. Þar skiptir máli að upplýsingagjöf lögreglu sé annars vegar rétt og hinsvegar tímanleg. Margar leiðir má nota í þessum tilgangi og hver samskiptaleið hefur sína kosti.

Á þessu málþingi munu fyrirlesarar taka fyrir samskipti við almenning á breiðum grunni. Lykilatriði þegar kemur að samskiptum við fjölmiðla og hvað fjölmiðlar eru að sækjast eftir þegar leitað er viðtala, t.d. á vettvangi. Fjallað verður um góð ráð þegar kemur að því að veita viðtöl og reglur þar að lútandi.

Fjallað verður um samfélagsmiðla lögreglu, rekstur þeirra og mikilvægi þeirra í að koma upplýsingum hratt og örugglega til almennings, en ekki síður upplýsingar sem berast frá almenningi til lögreglu.

Nánari upplýsingar og dagskrá má finna HÉR

En hægt er að skrá sig HÉR