Hatursglæpir – Pólland – nokkur laus sæti!

HALDIÐ 25. – 29. október (með ferðadögum) – NOKKUR SÆTI LAUS – SKRÁNING Í ORRA

Skiljum illsku er námskeið sem annars vegar fjallar um uppgang öfga á tímum nasismans í Þýskalandi, í aðdraganda og á tímum seinni heimstyrjaldarinnar, og hins vegar birtingarmyndir haturs í samtímanum. 

Fyrsti hluti námskeiðsins fer fram á netinu í formi fyrirlesturs og heimavinnu. Þar verður fjallað um uppgang öfgaafla í samtímum og með hvaða hætti það hefur neikvæð áhrif á inngildu innflytjenda í samfélaginu og viðhorf til minnihlutahópa. Þátttakendur verða að klára netfræðsluna áður en farið er til Póllands.

Seinni hluti námskeiðsins fer fram í Póllandi 26-28 október. Í fyrra hlutnum munu sérfræðingar hjá Gyðingasafninu fara ítarlega í uppgang gyðingahaturs og fjalla um með hvaða hætti almenningur, og lögreglumenn, voru þátttakendur í tilraun til útrýmingar á gyðingum í seinni heimstyrjöldinni. Var það hlutverk lögreglumanna að framfylgja lögum sem gerðu gyðinga ólöglega. Með sama hætti var unnið gegn Roma fólk, fólk með fötlun, hinsegin og fleirum (2 dagar). Seinni hluti námskeiðsins er fræðsla um hatursglæpi sem byggir á TACHLE þjálfun frá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ÖSE. Námskeiðið fræðir um hatursglæpi, haturstjáningu og mismunun. Þá er þjálfun í að bera kennsl og á rannsaka hatursglæpi, og einnig fyrirbyggja slík brot.

Athugið að námskeiðið fer að hluta til fram á ensku.

Leiðbeinendur eru: Maciak Zabierowski, Tomasz Kuncewicz og Eyrún Eyþórsdóttir.

Lágmarksfjöldi er 20 manns og hámarksfjöldi er 25 manns. 

Námskeiðið Skiljum illsku kostar 110.000 kr. fyrir utan flug. 

Þátttaka lögreglumanna er háð samþykki yfirmanns, nema lögreglumaðurinn fari í eigin frítíma

Hægt er að sækja um endurgreiðslu þátttökugjalds og flugs frá STALL og Starfsmenntunarsjóð LL. Lögreglumenn hafa þegar fengið endurgreitt fyrir þetta námskeiðið hjá LL. 

Lögreglunemar geta einnig sótt um. Þeir nemar sem eru í námskeiðinu Fjölbreytileiki og löggæsla í Háskólanum á Akureyri haustið 2022 geta fengið námskeiðið metið sem námsmatsþátt.