Í dag var haldinn kveðjuathöfn fyrir fyrsta árgang nýs lögreglufræðanáms við háskólann á Akureyri sem verið hefur hjá menntasetrinu og lögreglunni í starfsnámi síðastliðið eitt og hálft ár. Starfsnám þetta er skilyrði til að ljúka diplómaprófi í lögreglufræðum en að slíku námi loknu er lögreglustjórum heimilt að setja eða skipa viðkomandi í stöður lögreglumanna.
Það er mikið fagnaðarefni að 45 nemendur ljúki nú starfsnáminu en aðeins 16 nemendur luku námi frá lögregluskóla ríkisins í síðasta árgangi þess skóla árið 2016. Alls eru 50 nemendur á fyrsta ári námsins og því má gera ráð fyrir að nýliðun í lögreglu verði talsverð næstu árin.