Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu, í samstarfi við Fulbright stofnunina, standa fyrir fyrirlestri Eileen Decker um afbrot á Internetinu.
Eileen er lögfræðingur að mennt með víðtæka reynslu, m.a. var hún aðstoðarborgarstjóri L.A. og var þá með þessi mál á sinni könnu. Hún var líka háttsett í dómsmálaráðuneytinu í forsetatíð Obama og er núna búin að hanna og kennir kúrs um netöryggismál við University of Southern California. Eileen mun fjalla um núverandi þróun í brotum á netinu auk þess sem hún mun fjalla um öflun sönnunargagna í stafrænum heimi, bæði áskoranir og tækifæri.
Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði mennta- og starfsþróunarseturs að Krókhálsi 5a, 3. hæð, þriðjudaginn 15. maí milli kl.11.30 og 13.30.
Allt starfsfólk lögreglu er velkomið
Fyrirlesturinn verður einnig sendur út í beinni útsendingu en tengill verður sendur á allt starfsfólk lögreglu 15. maí kl.11.20.