Vel heppnað málþing um réttaröryggi fatlaðs fólks

Í dag fór fram málþing dómstólasýslunnar, réttindavaktar velferðarráðuneytisins og mennta- og starfsþróunarseturs. Um 100 þátttakendur sóttu málþingið og hlustuðu á sex fyrirlestra um mismunandi nálgun á þessu mikilvæga málefni. Sigríður Á. Andersen opnaði ráðstefnuna og greindi ráðstefnugestum frá þeirri vinnu sem unnin hefur verið af ráðuneytinu við að efla þennan miikilvæga málaflokk.

Fyrir þá sem misstu af ráðstefnunni þá verða upptökur af fyrirlestrum gerðar aðgengilegar á vef dómstólasýslunnar þegar myndvinnslu er lokið.

Hér má sjá myndir frá málþinginu: