Starfsnám lögreglufræðinema hafið

​Mánudaginn 30. janúar sl. hófst starfsnám diplómanema í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri (HA) hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu (MSL). Í janúar lauk MSL við að velja nemendur í starfsnám og voru 48 nemendur sem uppfylltu skilyrðin valdir til starfsnáms. Á þessari fyrstu önn í starfsnáminu koma nemendurnir í fjórar viku langar lotur til MSL, Krókhálsi 5a, en starfsnámsannirnar eru alls þrjár í þessu tveggja ára diplómanámi sem veitir starfsréttindi hér á landi. Á fyrstu önn starfsnáms er farið yfir grunnatriði í valdbeitingu, , samskiptakerfinu TETRA, skráningakerfi lögreglu (LÖKE), góðakstri, framkomu á vettvangi, fyrsti maður á vettvangi, skyndihjálp, o.fl.

Í verklegum æfingum er hópnum skipt upp í tvo hópa og hér má sjá myndir af þeim.