Skilafrestur til að skila inn læknisvottorði og viðbótargögnum framlengdur til 4.júní

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna COVID-19 hefur menntasetur lögreglu (MSL) í samráði við trúnaðarlækni setursins ákveðið að framlengja skilafrest til að skila inn læknisvottorði og viðbótargögnum sem tengjast læknisvottorðinu, s.s. vottorði sérfræðilæknis í viðkomandi sérgrein til 4.júní 2020.

Nauðsynlegt er, að umsækjendur sem haldnir eru einhverjum þeirra sjúkdóma sem teljast til útilokandi þátta fyrir námið, en óska samt sem áður eftir mati á því hvort umsókn þeirra komi til greina, láti greinargerð sérfræðilæknis fylgja með læknisvottorðinu en sá sérfræðilæknir verður að vera sérfræðingur í þeirri sérgrein sem sjúkdómurinn fellur undir. Að öðrum kosti telst vottorðið ógilt.

Rétt og gilt læknisvottorð skal nálgast á heimasíðu MSL eða hér. Læknisvottorði sem skilað er til trúnaðarlæknis gildir ekki milli ára og má ekki vera eldra en tveggja mánaða þegar sótt er um.

Umsóknarfrestur í starfsnám MSL og í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri er óbreyttur. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2020. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér

Hvetjum alla umsækjendur til að kynna sér leiðbeiningar og kynningarmyndskeið um umsóknarferlið vel og vandlega en það er hægt að nálgast á heimasíðu MSL.

Með kveðju,

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu