Manni bjargað úr sjó

14 gráðu lofthiti, 10 gráðu heitur sjór og logn, aðstæður verða varla betri til sjóbjörgunar. Föstudaginn 15. september var æfð björgun á manneskju úr sjó. Lögreglufræðinemar lærðu að nota Björgvinsbeltið auk þess að auka kuldaþol sitt. Þau sinntu  út um 30 metra frá landi, til að bjarga manneskju sem svamlaði um í Nauthólsvíkinni. Að loknu björgunarafrekinu var haldið í heitapottinn þar sem skjálftanum var náð úr mannskapnum og síðan haldið af stað inn í helgina.