Lögreglukonur frá Bæjaralandi og hunang!

Við fengum skemmtilega heimsókn frá fjórum lögreglukonum frá Bæjaralandi. Þær leggja stund á framhaldsnám í lögreglufræðum og hluti af náminu er heimsókn til erlendra lögregluembætta. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur séð um skipulagningu heimsóknarinnar og var gaman að fá þær hingað til okkar.

Heimsókn frá Þýskalandi
Hér eru þær Nadine, Brigitte, Andrea og Birgitte frá lögreglunni í Bæjaralandi

Ræddum meðal annars um fræðslumál lögreglunnar á Íslandi og heyrðum hvernig þeir haga fræðslumálum og skipulagningu löggæslu í Bæjaralandi.

Þær færðu MSl forláta “lögreglu-hunang” en þeir rækta sitt eigið hunang í höfuðstöðvum lögreglunnar í München. Gætum tekið þau til eftirbreytni!