Fyrsta lota í námi um stjórnun lögreglurannsókna

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu er í fyrsta sinn að bjóða rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum upp lengra nám í stjórnun lögreglurannsókna.Leiðbeinendur eru Dr. Andy Griffiths og Dr. Ivar Fahsing. Námið hófst 1. september 2017 og lýkur 1. mars 2018 og fer að mestu leyti fram í fjarnámi. Í dag hófst fyrsta starfsnámslotan og að því tilefni hélt Sigríður Björk Guðjónsdóttir tölu þar sem hún hvatti nemendur áfram til að vera þátttakendur í breytingum á íslenskri löggæslu til að bæta gæði rannsókna brota.

Markmið námsins er að þróa þá færni sem þátttakendur búa nú þegar yfir við rannsóknir alvarlegra sakamála. Markmiðið er að gera þátttakendum kleift að stýra og samhæfa meiriháttar lögreglurannsókn í samræmi við lög, árangursríkar forvarnaleiðir, vísindarannsóknir og siðferðisviðmið.