Fyrri hluta inntökuprófa lokið

Nú er nýlokið fyrri hluta inntökuprófa í starfsnám hjá lögreglu en inntökuprófin eru fyrr á ferðinni í ár en undanfarið, vegna nýs fyrirkomulags á lögreglufræðináminu hjá HA.
Breytingin fellst í því að starfnámið byrjar strax á haustmisseri fyrsta árs í staðinn fyrir á vormisseri. Þetta þýðir að einungis þeir sem valdir verða til að hefja námið, 44 nemendur, fá inngöngu í það. Við þessa breytingu var einnig fjölgað ECTS einingum starfsnámsins úr 24 í 30 en bak við hverja einingu er 25-30 klst. í kennslu/þjálfun.
Alls sóttu 232 einstaklingar um í lögreglufræðinámið hjá Háskólanum á Akureyri, 95 (41%) konur og 137 (59%) karlar. Af þeim 232 sem sóttu um í lögreglufræðina skráðu aðeins 166 umsækjendur sig í inntökuprófin hjá MSL, 59 (36%) konur og 107 (64%) karlar. Aðeins á eftir að halda sjúkrapróf en þau verða haldin 1. júní næstkomandi. Staðan í dag þannig að 98 umsækjendur hafa staðist inntökuprófin 30 (31%) konur og 68 (69%) karlar.
Útskriftarárgangur diplómanáms í lögreglufræði við háskólann á Akureyri lauk í dag sjö daga mjög stífri þjálfunarlotu, sem er hluti starfsnáms IV. Í lotunni tóku þátt 38 lögreglufræðinemar sem ætla sér öll að brautskrást frá HA 12. júní næstkomandi.
Allir þessir nemar eru nú þegar starfandi innan lögreglu sem afleysingafólk en verða með starfsréttindi í vasanum að brautskráningu lokinni.