Félagastuðningsnámskeið verður haldið á Akureyri í vor, dagana 17. – 18. maí.
Lögreglustjórar þriggja embætta munu tilnefna lögreglumenn til þess að sitja námskeiðið en þeir munu koma frá Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi.
Farið verður yfir félagastuðningskerfi lögreglunnar og hagnýtingu þess í lögreglustarfinu. Fræðsla um sálræna erfiðleika sem geta fylgt álaginu og áhættu í lögreglustarfi, þ.e. streita og áföll. Ásamt því verða kynntar niðurstöður úr nýlegum rannsóknum á starfsumhverfi og streitu innan lögreglunnar. Þar að auki verður farið í verklegar æfingar í félagastuðningi og umræður þess á milli.