Dags.: júní 28, 2019

Sérmenntunarnámskeið

Loading Map....

Tími
Dagsetting - 20/09/2019
9:30 f.h. - 5:30 e.h.

Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 1.hæð

Flokkar


Námskeiðinu er ætlað að gera valdbeitingarþjálfara lögreglunnar hæfa til að starfa sjálfstætt í FileMaker tölvukerfi sem sérsveit RLS hefur notast við um árabil. Kerfið er hannað m.a. fyrir utanumhald þjálfunarmála lögreglumanna. Farið verður yfir starfsmannahluta kerfisins og tengingu hans við skráningar á viðveru og frammistöðu. Þá verður einnig farið yfir menntunar/réttindahluta kerfisins og samspil þess við prófaframkvæmdir í þjálfunar- og fræðslueiningunni.

Nánari námskeiðslýsingu má finna með því að smella HÉR

Lögreglustjórar tilnefna þátttöku lögreglumanna sinna embætta og þurfa þeir lögreglumenn að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Lokið lögreglunámi
  • Vera skipaðir í lögreglustarf
  • Hafa starfað minnst tvö ár í lögreglu
  • Vera starfandi skotstjóri eða þjálfari í lögreglutökum eða ætlað hlutverk hjá viðkomandi embætti sem þjálfari

Vinsamlega skráið ykkur í ORRA með því að smella HÉR