Error: please reset date.

Loading Map....

Tími
Dagsetting - 16/03/2017 - 17/03/2017
9:00 f.h. - 4:00 e.h.

Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 3.hæð

Flokkar


Námskeiðslýsing

Á þessu námskeiði verður fjallað um fjölbreytni íslensks samfélags og hvað lögreglumenn þurfa að hafa í huga í störfum í fjölmenningarlegu samfélagi. Fjallað verður um búferlaflutninga fólks, innflytjendur og minnihlutahópa í íslensku samhengi. Lögð verður áhersla á að þátttakendur séu tilbúnir til að skoða eigin viðhorf/fordóma í tengslum við fræðslu um jaðarsetningu minnihlutahópa, fordóma, kynþáttahyggju og staðalímyndir. Farið verður í heimsókn í mosku og rætt við innflytjendur. Þá verður jafnframt fræðsla um hinsegið fólk. Lögð verður áhersla á að skoða fjölbreytni samfélagsins sem flæðandi hugtak í stað þess að skilgreina fólk í „kassa“.

Hæfniviðmið

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að búa yfir;

• Þekkingu um búferlaflutninga, innflytjendur og minnihlutahópa
• Þekkingu um sögulegt, félagslegt og pólitískt samhengi fordóma og kynþáttahyggju
• Þekkingu um eigin viðhorf/fordóma (e.biases)
• Leikni til að nálgast fólk af öðrum uppruna, trú, kynhneigð og kynvitund af öryggi
• Getur tjáð sig af þekkingu og hefur skýra sýn á fjölbreytni íslensks samfélags
• Getur túlkað/skilið aðstæður sem kunna að skýrast af mismunandi lífsviðhorfum fólks

Kennsluaðferð

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, hópaverkefnum, heimsóknum og verklegum æfingum.

Leiðbeinandi:

Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur.
Kristín Loftsdóttir, professor í mannfræði. Ásamt fulltrúum frá ýmsum samtökum og stofnunum.

Kennsluefni:

Ýmsar greinar, (myndbönd), heimsóknir. Námsefni birtist síðar á Moodle

Þátttakendur:

Allir lögreglumenn

Undanfarar/forkröfur:

Engir undanfarar / forkröfur skráðar á námskeiðið

Bókanir

Lokað er fyrir skráningar á þetta námskeið.