Dags.: október 29, 2019

Loading Map....

Tími
Dagsetting - 06/01/2020 - 14/05/2020
12:00 f.h.

Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 1.hæð

Flokkar


Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í stjórnunarnám-fyrir stjórnendur vakta í almennri löggæslu. Er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á nám fyrir stjórnendur vakta í almennri löggæslu hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar.  En faghópur hefur starfað við þróun námsins síðastliðið ár. Markmið námsins er að efla og styrkja vaktstjórnendur lögreglunnar. Námið  hefst á Moodle 6.janúar og er skipulagt sem fjarnám með staðlotum. Embættum eru úthlutuð sæti í námið, en fyrirhugað er að halda námið ár hvert næstu ár.

Lögreglustjórar tilnefna þátttakendur frá sínu embætti.

Umsækjendur sækja um með því að senda á netfangið mslumsoknir@logreglan.is  Meðfylgjandi á að vera ferilsskrá og bréf að hámarki 1. bls. þar sem fram kemur kynning á umsækjanda ásamt ástæðu fyrir umsókninni og áhuga. Þátttaka í náminu er háð samþykki viðkomandi lögreglustjóra.

Umsóknarfrestur er til og með 6. desember n.k.

Nánari námskeiðslýsingu er að finna HÉR og námsskrá má finna með því að smella HÉR