Error: please reset date.

Loading Map....

Tími
Dagsetting - 06/03/2017
9:00 f.h. - 4:00 e.h.

Staðsetning
Fundarsalur Rúgbrauðsgerðin

Flokkar


Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu verður farið yfir sálfræði kynferðsbrotahegðunar, s.s. barnagirnd, blætishegðun og tengd kynferðisleg frávik. Einnig verður farið yfir brot gegn börnum á netinu og skýrslutökutækni. Áhersla verður á að að nota raunhæf dæmi til að dýpka skilning þátttakenda.

Hæfniviðmið

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að búa yfir;

  • Þekkingu á mismunandi tegundum kynferðislegra frávika.
  • Skilningi á eðli og aðferðum við brot gegn börnum á netinu.
  • Aðferðum er nýtast við skýrslutökur af sakborningum í kynferðisbrotamálum.

Kennsluaðferð

Kennt er í fyrirlestrarformi en ætlast er til virkrar þátttöku þátttakenda með spurningum og umræðum.

Um leiðbeinandann

Dr. Collins er dósent við Háskólann í Toronto og geðlæknir hjá Criminal Behaviour Analysis Unit of the Ontario Provincial Police. Peter er einnig ráðgefandi réttargeðlæknir hjá RCMP “O” Division Integrated National Security Enforcement Team (INSET), the Behavioral Analysis Unit of the U.S. Marshal’s Service, the Investigative Psychology Unit of the South African Police, the Profiling Unit of the Florida Department of Law Enforcement and the Behavioural Sciences Unit of the Calgary Police Service.
Hann er sérfræðingur í ofbeldisbrotum og hefur unnið með og leiðbeint fjölda fjölda fólks er starfar við réttarvörslukerfið í Kanada, Bandaríkjunum og víðar um heim, m.a. FBI, U.S. Department of Homeland Security, Interpol og Europol.

Leiðbeinandi:

Dr. Peter I. Collins
, Réttargeðlæknir
, Criminal Behaviour Analysis Unit
, Investigation & Support Bureau, 
Ontario Provincial Police

Kennsluefni:

Kennsluefni verður sent til þátttakenda að námskeiði loknu.

Þátttakendur:

Lögreglumenn er vinna að rannsóknum kynferðisbrotamála, ákærendur, starfsmenn neyðarmóttöku og barnaverndar.

Undanfarar/forkröfur:

Áhugi á að fá betri innsýn í hvatir þeirra sem fremja kynferðisbrot.

Bókanir

Lokað er fyrir skráningar á þetta námskeið.