Error: please reset date.

Loading Map....

Tími
Dagsetting - 07/02/2018
10:00 f.h. - 3:00 e.h.

Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 1.hæð

Flokkar


Þann 7. febrúar verður haldið námskeið PTN-lögreglusamstarfið sem haldið er haldið í samvinnu við alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra.

Á námskeiðinu verðu farið yfir PTN-lögreglusamstarfið og þau úrræði og möguleika sem sambandsmennirnir hafa til að styðja við lögreglusamvinnu og lögreglurannsóknir í því landi sem þeir eru staðsettir í og öðrum löndum sem þeir þjónusta. Hingað koma 7 erlendir sambandsmenn frá PTN (Politi og Toll i Norden) og kynna starfsemi PTN, hlutverk þess og skyldur. Farið verður yfir hvaða upplýsingar þeir geta veitt og hvernig er best að hafa samband við þá.  Að kynningu lokinni verður boðið upp á fundi með hverjum sambandsmanni fyrir sig ef áhugi er að reifa ákveðin mál sem tengjast starfsstöð þátttakanda. Þessir sambandsmenn eru staðsettir í Malaga, Berlín, St Petersburg, Murmansk, Vilnius, Warsaw og Petrozavodsk, auk þess sem þeir eru í forsvari fyrir nokkur önnur lönd.

 

Markhópur námskeiðsins eru, starfandi lögreglumenn, rannsóknarlögreglumenn og aðrir starfsmenn lögreglu sem þurfa að þekkja til úrræða erlends lögreglusamstarfs.

Nánari námskeiðslýsingu má finna með því að smella á hlekkin hér PolitiogToll_namskeiðslýsing-7feb

Vinsamlega skráið ykkur hér fyrir 5. febrúar n.k.

 

Bókanir

Lokað er fyrir skráningar á þetta námskeið.