Dags.: janúar 8, 2020

Símenntunarnámskeið

Loading Map....

Tími
Dagsetting - 29/01/2020
10:30 f.h. - 3:30 e.h.

Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 3.hæð

Flokkar


Þann 29. janúar verður haldið námskeið þar sem hlutverk og starfsemi Norrænna sambandsmanna lögreglu og tollgæslu verður kynnt í samvinnu við alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra.

Á námskeiðinu verðu farið yfir PTN-lögreglusamstarfið og þau úrræði og möguleika sem sambandsmennirnir hafa til að styðja við lögreglusamvinnu og lögreglurannsóknir í því landi sem þeir eru staðsettir í og öðrum löndum sem þeir þjónusta. Hingað koma  erlendir sambandsmenn frá PTN (Politi og Toll i Norden) og kynna starfsemi PTN, hlutverk þess og skyldur. Farið verður yfir hvaða upplýsingar þeir geta veitt og hvernig er best að hafa samband við þá.  Að kynningu lokinni verður boðið upp á fundi með hverjum sambandsmanni fyrir sig ef áhugi er að reifa ákveðin mál sem tengjast starfsstöð þátttakanda.

Markhópur námskeiðsins eru, starfandi lögreglumenn, rannsóknarlögreglumenn og aðrir starfsmenn lögreglu sem þurfa að þekkja til úrræða erlends lögreglusamstarfs.

Nánari námskeiðslýsingu má finna með því að smella HÉR

Skráning er á námskeiðið með því að smella  HÉR