Error: please reset date.

Loading Map....

Tími
Dagsetting - 09/03/2017
9:00 f.h. - 12:00 e.h.

Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 3.hæð

Flokkar


Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu verður farið yfir vellíðan í tengslum við lögreglustarfið. Áhersla er lögð á annars stigs áföll og uppsöfnuð áföll, bráðakvíðaröskun og aðgerðarstreitumeiðsl (operational stress injury). Kynntar verða helstu rannsóknir á því hvernig best er að fyrirbyggja slíkar afleiðingar starfsins með því að huga að sjálfum sér.

Hæfniviðmið

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að búa yfir;

Þekkingu á því hvað annnars stigs áföll og uppsöfnuð áföll eru.
Þekkingu hvernig best sé að fyrirbyggja og vinna úr áföllum í lögreglustarfi.
Getu til að tengja námsefni við eigin reynslu eða reynslu starfsfélaga sinna.

Kennsluaðferð

Kennt er í fyrirlestrarformi en ætlast er til virkrar þátttöku þátttakenda með spurningum og umræðum.

Um leiðbeinandann

Dr. Collins er dósent við Háskólann í Toronto og geðlæknir hjá Criminal Behaviour Analysis Unit of the Ontario Provincial Police. Peter er einnig ráðgefandi réttargeðlæknir hjá RCMP “O” Division Integrated National Security Enforcement Team (INSET), the Behavioral Analysis Unit of the U.S. Marshal’s Service, the Investigative Psychology Unit of the South African Police, the Profiling Unit of the Florida Department of Law Enforcement and the Behavioural Sciences Unit of the Calgary Police Service.
Hann er sérfræðingur í ofbeldisbrotum og hefur unnið með og leiðbeint fjölda fjölda fólks er starfar við réttarvörslukerfið í Kanada, Bandaríkjunum og víðar um heim, m.a. FBI, U.S. Department of Homeland Security, Interpol og Europol.

Leiðbeinandi:

Dr. Peter I. Collins, 
Réttargeðlæknir
, Criminal Behaviour Analysis Unit, 
Investigation & Support Bureau, 
Ontario Provincial Police

Kennsluefni:

Þátttakendur fá námsefni afhent á námskeiði.

Þátttakendur:

Lögreglumenn sem hafa áhuga á að bæta eigin velferð og velferð samstarfsfélaga sinna.

Undanfarar/forkröfur:

Engir.

Bókanir

Lokað er fyrir skráningar á þetta námskeið.