Tími
Dagsetting - 24/04/2017 - 28/04/2017
Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 1.hæð
Flokkar
Námskeiðslýsing
Námskeiðið er ætlað fyrir valdbeitingarþjálfara innan lögreglunnar. Markmiðið er að sami þjálfari annist bæði vopna- og handtökuþjálfun hjá viðkomandi lögregluembætti. Kenndur verður grunnur í kennslu- og þjálfunarfræði. Þátttakendur munu hljóta þjálfun í uppsetningu verklegra vopna- og handtökuæfinga og framkvæmda á þeim. Þeir lögreglumenn sem ljúka námskeiðinu eru viðurkenndir til þess að stýra vopna- og valdbeitingarþjálfun hjá lögreglunni.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda er á hverju námskeiði þannig að hver og einn þátttakandi fái sem besta leiðsögn á námskeiðinu og verði þar með betur í stakk búinn til þess að takast á við þjálfarahlutverkið.
Lögreglustjórar tilnefna þátttakendur á námskeiðið.
Tvö námskeið verða haldin:
Námskeið 1 verður vikurnar 24.04-28.04 og 01.05-05.05.2017
Námskeið 2 verður vikurnar 15.05-19.05 og 22.05-26.05.2017
Nánari námskeiðslýsingu má finna hér; Valdbeitingarþjálfun lögreglu