Tími
Dagsetting - 14/03/2019
9:00 f.h. - 12:00 e.h.
Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 3.hæð
Flokkar
Hlutverk lögreglu hefur breyst töluvert á undanförnum árum, sérstaklega hvað varðar að minnka ótta við afbrot í samfélaginu. Þar skiptir máli að upplýsingagjöf lögreglu sé annars vegar rétt og hinsvegar tímanleg. Margar leiðir má nota í þessum tilgangi og hver samskiptaleið hefur sína kosti.
Á þessu málþingi munu fyrirlesarar taka fyrir samskipti við almenning á breiðum grunni. Lykilatriði þegar kemur að samskiptum við fjölmiðla og hvað fjölmiðlar eru að sækjast eftir þegar leitað er viðtala, t.d. á vettvangi. Fjallað verður um góð ráð þegar kemur að því að veita viðtöl og reglur þar að lútandi.
Dagskrá
9.00 – 9.45 Jóhann K. Jóhanssons, fréttamaður. Hlutverk fjölmiðla á vettavangi, samskipti fjölmiðlamanna og lögreglu, myndbirtingar og áreiðandi upplýsingaöflun.
9.45 – 10.00 Kaffi
10.00 – 10.20 Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi, almannavarnir og fjölmiðlar
10.20 – 10.40 Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi, fjölmiðla samskipti
10.45 -11.05 Sigvaldi Lárusson, lögreglumaður, samfélagsmiðlar
11.50 -11.10 Árni Friðleifsson, varðstjóri. Samskipti við fjölmiðla
11.15 -11.35 Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sjónarhóll stjórnandans
11.35 – 12.00 Samantekt og umræður
Nánari upplýsingar og dagskrá má finna HÉR
Vinsamlega skráið ykkur með því að smella HÉR