Tími
Dagsetting - 17/01/2019
5:00 e.h. - 7:00 e.h.
Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 3.hæð
Flokkar
Fimmtudaginn 17. janúar kl. 17.00-19.00 mun Alexandra Grunow sporhundaþjálfari halda fyrirlestur í MSL um leit að fólki með sporhundum.
En hún fer fyrir þýskum samtökum sem njóta velgengni á sviði sporhundaþjálfunar og starfrækslu sporhunda “K-9 Suchhundezentrum.
Í störfum sínum hefur Alexandra haft áhrif á og sett nýja staðla fyrir leit að fólki með sporhundum (mantrailing) bæði í verkefnum og almennri sporleitarþjálfun. Frá árinu 1998 hefur hún verið virkur þátttakandi í björgunarhundastarfi með svæðisleitarhundum og sporhundum.
Hún er meðlimur í björgunarveit í Þýskalandi (Deutsche Lebens-Rettungs-Gesellschaft, DLRG) og hefur tekið þátt í fjölda leitarverkefna m.a aðstoðað lögreglu við leit að fólki og í sakamálarannsóknum.
Alexandra er vinsæll leiðbeinandi og hundaþjálfari í þýskalandi og á alþjóðavettvangi og er hún oft beðin um að deila víðtækri þekkingu sinni og reynslu sinni í notkun sporhunda og víðavangsleitarhunda í björgunarstörfum.
Vinsamlega skráið ykkur hér.
Bókanir
Lokað er fyrir skráningar á þetta námskeið.