Tími
Dagsetting - 28/05/2018 - 08/06/2018
Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 3.hæð
Flokkar
Námskeiðið fyrir leiðbeinendur í forgangsakstri verður haldið 28. maí – 8. júní í samstarfi við norska lögregluháskólann. Námskeiðið er ætlað fyrir forgangsakstursþjálfara innan lögreglunnar.
Markmið námskeiðsins er að undirbúa þjálfara til að annast bæði grunnþjálfun og endurmenntun í forgangsakstri hjá viðkomandi lögregluembætti. Kenndur verður grunnur í kennslu- og þjálfunarfræði. Þátttakendur munu hljóta þjálfun í uppsetningu bóklegrar og verklegra þjálfunar. Þeir lögreglumenn sem ljúka námskeiðinu eru viðurkenndir til þess að stýra forgangsakstursþjálfun hjá lögreglunni.
Nánari námskeiðslýsingu má sjá með þvi að smella þjálfun AMF þjálfara – námskeiðslýsing (003)
Lögreglustjórar tilnefna þátttöku lögreglumanna frá sínu embætti.