Tími
Dagsetting - 25/02/2019 - 24/05/2019
Flokkar
Grunnnám fyrir umsjónarmenn fíkniefnahunda er nám sem haldið er í fjórum lotum og munu nemendur fylgja ákveðnu þjálfunarprógrammi á milli lotna í samvinnu við leiðbeinendur. Farið verður yfir öll helstu atriði er snúa að umhirðu og þjálfun leitarhunda og notkun þeirra. Nemendur fá kennslu í þáttum er snúa að líffræði hunda og fyrstu hjálp. Námið er bæði bóklegt og verklegt og líkur með skriflegum og verklegum prófum.
1. lota 25.-28. febrúar
- lota 25. – 28. mars
- lota 8. – 11. apríl
- lota 20. – 24. mai Próf og starfsleyfisúttekt.
Að námi loknu eiga nemendur að;
- Vera færir að starfa með fíkniefnaleitarhunda
- Hafa innsýn í eðli og atferli hunda
- Kunna að bregðast við hefðbundnum vandamálum er kunna að koma upp í vinnu og þjálfun með fíkniefnaleitarhunda
- Kunna að veita hundum fyrstu hjálp
- Kunna að fara með æfingarefni og þekkja reglur þar um.
Lögreglustjórar velja þátttakendur í námið.
Nánari upplýsingar um námið má finna með því að smella HÉR
Þátttakendur geta skráð sig með því að smella HÉR
Námið fer fram hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Bóklegt nám fer fram á Sauðárkróki. Æfingasvæði verða á Sauðárkróki og Blöndósi.