Dags.: október 29, 2019

Map Unavailable

Tími
Dagsetting - 20/01/2020 - 28/05/2020
9:00 f.h. - 5:00 e.h.

Staðsetning
Lögreglan norðurland vestra

Flokkar


Grunnnám fyrir umsjónarmenn fíkniefnaleitarhunda hefst 20. janúar n.k.

Námið er sett upp í fimm lotur og munu nemendur fylgja ákveðnu þjálfunarprógrammi á milli lotna í samvinnu við leiðbeinendur. Farið verður yfir öll helstu atriði er snúa að umhirðu og þjálfun leitarhunda og notkun þeirra.  Námið er bæði bóklegt og verklegt og líkur með skriflegum og verklegum prófum. Prófdómarar koma frá hundaskóla Metropolitan lögreglunnar í London.

Kennsla og þjálfun fer fram hjá lögreglunni norðurlandi vestra. Bóklegt nám fer fram á Sauðárkróki og æfingasvæði verða á Sauðárkróki og Blönduósi.

Námið er ætlað starfandi lögreglumönnum. Hundar skulu hafa verið forprófaðir af LNV og staðist hæfileikamat.

Nánari námskeiðslýsingu má finna með því að smella  HÉR

Athugið að lögreglustjórar tilnefna þátttakendur á námskeiðið.

Skráning fer fram í fræðslukerfi ORRA með því að smella HÉR