Error: please reset date.

Loading Map....

Tími
Dagsetting - 23/05/2017 - 24/05/2017
9:00 f.h. - 4:00 e.h.

Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 3.hæð

Flokkar


Námskeiðslýsing

Á námskeiði þessu fá þátttakendur fræðslu um áföll, streitu og kulnun á vinnustað. Þátttakendur verða þjálfaðir í að þekkja einkenni áfallastreitu, streitu og vanlíðan hjá starfsfélögum sínum og bregðast við með því að stjórna viðrunarfundi, eiga við þá styðjandi samtal og vísa þeim til viðeigandi heilbrigðisstarfsmanns.

Farið verður yfir félagastuðningskerfið og hagnýtingu þess í lögreglustarfi. Það verður fræðsla um sálræna erfiðleika sem geta fylgt álaginu og áhættu í lögreglustarfi, þ.e. streitu og áföll. Ásamt því verða kynntar niðurstöður úr nýlegum rannsóknum á starfsumhverfi og streitu innan lögreglunnar. Þar að auki verður farið í verklegar æfingar í félagastuðningi og umræður þess á milli.

Nánari námskeiðslýsingu má finna hér Félagastudningur-Námskeiðslýsing

Skráning fer þannig fram að lögreglustjórar tilnefna þátttakendur til sálfræðings lögreglunnar, Sigrúnar Þóru Sveinsdóttur.