Tími
Dagsetting - 01/02/2019
9:00 f.h. - 12:00 e.h.
Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 3.hæð
Flokkar
Á námskeiðinu verður farið yfir margbreytilegar birtingamyndir heimilisofbeldis, eðli þess og einkenni. Farið verður yfir nýja dóma og þær rannsóknir sem til eru um heimilisofbeldi á Íslandi.
Samvinna í heimilisofbeldismálum er grunnurinn að verklagi lögreglu og verður til umræðu hvernig stofnanir með ólíkar skyldur í heimilisofbeldismálum vefa saman verklag sitt í samvinnu.
Námskeiði er haldið á vegum evrópuverkefnis Jafnréttisstofu, Byggjum brýr Brjótum múra sem gengur út á að efla samvinnu í heimilisofbeldismálum og auka þekkingu um heimilisofbeldi.
Námskeiðið er ætlað ákærendum og starfsfólki lögreglu er starfa við málaflokkinn.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna með því að smella HÉR
Starfsfólk lögregluembætta vinsamlega skráið ykkur í gegnum fræðslukerfi ORRA með því að smella á hlekkinn Skráning byggjum brýr-brjótum múra
Starfsfólk annara embætta en lögreglu vinsamlegast skráið ykkur á vefsíðunni hér fyrir neðan
Bókanir
Lokað er fyrir skráningar á þetta námskeið.