Sú breyting hefur átt sér stað að nú fara allar skráningar á námskeið hjá MSL í gegnum vef Fjársýslu ríkisins eða í fræðslukerfi ORRA sem er hannað til að halda utan um allt er tengist fræðslu og þjálfun innan stofnana.

Þá vinnur kerfið náið með mannauðskerfi Orra, t.d. við gerð starfsþróunaráætlana og vistunar á fræðslusögu starfsmanna. Með þessu móti helst inni yfirlit yfir öll þau námskeið sem að viðkomandi starfsmaður hefur sótt sér. Þetta fyrirkomulag á að vera til mikilla hagsbóta fyrir starfsfólk lögreglu þar sem öll námskeið eru skráð með formlegum hætti á einstaklinga, ásamt því að yfirmenn hafa góða yfirsýn yfir þátttöku starfsmanna í námskeiðum og fræðslu.

Leiðbeiningar fyrir starfsmenn lögreglu á pdf sniði auk þess sem kennslumyndband er hér að neðan.