Útskrifaðir stuðningsfélagar

Alls útskrifuðust 11 lögreglumenn af Norðurlandi vestra og eystra af félagastuðningsnámskeiði á föstudaginn. Námskeiðið var haldið á lögreglustöðinni á Akureyri og fengum við góðar móttökur. Glæsilegur hópur stuðningsfélaga sem nú er hægt að snúa sér til!

Félagastuðningsnámskeið á Akureyri í vor

Félagastuðningsnámskeið verður haldið á Akureyri í vor, dagana 17. – 18. maí. Lögreglustjórar þriggja embætta munu tilnefna lögreglumenn til þess að sitja námskeiðið en þeir munu koma frá Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi. Farið verður yfir félagastuðningskerfi lögreglunnar og hagnýtingu þess í lögreglustarfinu. Fræðsla um sálræna erfiðleika sem geta fylgt álaginu og áhættu í Lesa meira…

Verslunarskólanemendur í heimsókn hjá MSL

Þann 7. nóvember mættu alls 16 áhugasamir nemendur frá Verslunarskóla Íslands í heimsókn til MSL. Nemendurnir eru allir í framhaldsáfanga í sálfræði í Versló og höfðu mikinn áhuga á að kynna sér réttarsálfræði og heyra hvaða störfum sálfræðingur ríkislögreglustjóra sinnir. Fengu þeir fína fræðslu og voru mjög áhugsamir, bæði um störf sálfræðinga og lögreglunnar. Kannski Lesa meira…