2017

Lögreglukonur frá Bæjaralandi og hunang!

Við fengum skemmtilega heimsókn frá fjórum lögreglukonum frá Bæjaralandi. Þær leggja stund á framhaldsnám í lögreglufræðum og hluti af náminu er heimsókn til erlendra lögregluembætta. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur séð um skipulagningu heimsóknarinnar og var gaman að fá þær hingað til okkar. Ræddum meðal annars um fræðslumál lögreglunnar á Íslandi og heyrðum hvernig þeir haga fræðslumálum og skipulagningu löggæslu í

Lögreglukonur frá Bæjaralandi og hunang! Read More »

Hefur þú áhuga á að vita meira um áföll?

Háskólinn í Reykjavík hefur stofnað þekkingar- og rannsóknarsetur áfalla. Í tilefni af stofnun setursins mun verða haldin námsstefna þriðjudaginn 28. nóvember n.k. Lögreglumenn eru ekki ókunnir áföllum, bæði aðkomu að þeim og af eigin raun. Við hvetjum því starfsfólk lögreglu til að fjölmenna á námsstefnu þessa. Nánari upplýsingar hér:    

Hefur þú áhuga á að vita meira um áföll? Read More »

Þjálfun lögreglufræðinema í akstri með forgangi

Diplómanemar í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri njóta starfsþjálfunar hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Þessa stundina eru 46 nemendur á öðru ári í starfsnámi en í desember n.k. verða valdir 40 nemendur til viðbótar á fyrsta ári. Meðal þess sem nemarnir læra í starfsnámi er að aka lögreglubifreið með forgangi. Um er að ræða mikilvæga

Þjálfun lögreglufræðinema í akstri með forgangi Read More »

Verslunarskólanemendur í heimsókn hjá MSL

Þann 7. nóvember mættu alls 16 áhugasamir nemendur frá Verslunarskóla Íslands í heimsókn til MSL. Nemendurnir eru allir í framhaldsáfanga í sálfræði í Versló og höfðu mikinn áhuga á að kynna sér réttarsálfræði og heyra hvaða störfum sálfræðingur ríkislögreglustjóra sinnir. Fengu þeir fína fræðslu og voru mjög áhugsamir, bæði um störf sálfræðinga og lögreglunnar. Kannski

Verslunarskólanemendur í heimsókn hjá MSL Read More »

Áhugaverð ráðstefna: Að skilja vilja og vilja skilja

Þann 24. nóvember n.k. verður haldin áhugaverð ráðstefna um hvernig hægt sé að styðja fólk sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir við að fara með sjálfræði sitt.   Ráðstefnan er haldin á Hótel Natura og er á  vegum réttindavaktar velferðarráðuneytisins í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, Samband íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands. Skráning og nánari upplýsingar er

Áhugaverð ráðstefna: Að skilja vilja og vilja skilja Read More »

Heimsókn MSL og HA til lögregluháskólans í Osló

Dagana 23. til 24. október 2017 heimsóttu fulltrúar menntaseturs lögreglu og lögreglufræða við háskólann á Akureyri norska lögregluháskólann í Osló. Fulltrúarnir kynntu sér þróun námsskrá BA náms norðmanna í lögreglufræðum auk starfsnáms sem fram fer hjá lögregluembættum. Auk þess að vera með þriggja ára BA próf bjóða norðmenn yfir 90 námslínur á meistarastigi, m.a. meistaranám

Heimsókn MSL og HA til lögregluháskólans í Osló Read More »

Fyrsta lota í námi um rannsóknir sakamála

Í dag mættu til mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu 23 nemendur í nýju námi um rannsóknir sakamála. Námið er fyrir þá sem starfa við rannsóknir eða hafa hugsað sér að starfa á þeim vettvangi. Þeir lögreglumenn sem ljúka námskeiðinu með fullnægjandi hætti uppfylla  skilyrði skv. 3. mgr. 14. greinar reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006 um

Fyrsta lota í námi um rannsóknir sakamála Read More »

Umsóknir og þrekpróf fyrir starfsnám I-2018, í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri.

Umsóknarfrestur um starfsnám fyrir lögreglufræðanema HA hjá lögreglu leið þann 6. október sl. Alls voru 130 umsækjendur um starfsnámið en valdir verða 40 nemendur valdir í starfsnám I sem hefst í janúar n.k. Eitt af skilyrðum þess að komast í starfsnám hjá lögreglu er að standast þær þrekkröfur, sjá https://menntaseturlogreglu.is/threkprof/, sem Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu setur, samkvæmt heimild

Umsóknir og þrekpróf fyrir starfsnám I-2018, í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Read More »

Fyrsta lota í námi um stjórnun lögreglurannsókna

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu er í fyrsta sinn að bjóða rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum upp lengra nám í stjórnun lögreglurannsókna.Leiðbeinendur eru Dr. Andy Griffiths og Dr. Ivar Fahsing. Námið hófst 1. september 2017 og lýkur 1. mars 2018 og fer að mestu leyti fram í fjarnámi. Í dag hófst fyrsta starfsnámslotan og að því tilefni hélt

Fyrsta lota í námi um stjórnun lögreglurannsókna Read More »