Rannsóknir sakamála

Loading Map....

Tími
Date(s) - 01/09/2017 - 01/03/2018
12:00 f.h.

Staðsetning
Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, 3.hæð

Flokkar


Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu býður nú upp á lengra nám í rannsóknum sakamála. Námið hefst 1. september 2017 og lýkur 1. mars 2018. Námið er skipulagt sem fjarnám með staðlotum. Tekið verður við skráningum hér á vefnum frá 23. júní til 6. júlí n.k.

Þátttakendur:

Námið er fyrir þá sem starfa við rannsóknir eða hafa hugsað sér að starfa á þeim vettvangi. Þeir lögreglumenn sem ljúka námskeiðinu með fullnægjandi hætti uppfylla skilyrði skv. 3. mgr. 14. greinar reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006 um skipun til starfa og öðlast einnig rétt til að sækja sérstök rannsóknarnámskeið.

Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Hafa skipun eða setningu í starfstigið lögreglumaður
  • Hafa starfað minnst tvö ár sem lögreglumaður.
  • Hafa brennandi áhuga fyrir því að þróa sig áfram í starfi í rannsóknir brota.

Umsóknir:

  • Umsækjendur þurfa að sækja um á vef menntasetursins og skila með bréfi þar sem fram kemur kynning á umsækjanda ásamt ástæðu fyrir umsókninni og áhuga (hámark 500 orð). Þátttaka í náminu er háð samþykki viðkomandi lögreglustjóra.
  • Þátttökugjald er 50.000 kr. sem greiðist annaðhvort af þátttakanda sjálfum eða vinnustað hans. Bendum á að námið er styrkhæft hjá STALL og öðrum sjóðum, t.d. BHM.

Hámarksfjöldi þátttakenda:

30 þátttakendur.

Markmið náms

Markmið námskeiðsins er að auka almenna hæfni lögreglumanna við rannsóknir. Að námskeiðinu loknu hafi nemendur öðlast næga þekkingu og færni á lögreglurannsóknum til að bera ábyrgð á rannsóknum. Þeir kunni grunnatriði lögreglurannsókna og þekki kröfur sem gerðar eru til þeirra. Að námi loknu skulu nemendur hafa færni til að skipuleggja rannsóknir, taka skýrslur af aðilum máls, afla og meta sönnunargögn og undirbúa mál fyrir ákæruvaldið.

Nánari upplýsingar um námið má finna hér: Rannsóknir sakamála námslýsing