Dómsmálaráðherra undirritar reglugerð um starfsemi menntaseturs

Þann 28. febrúar sl. undirritaði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra reglugerð um starfsemi mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu og var reglugerðin birt í Stjórnartíðindum 16. mars síðastliðin. Í reglugerðinni er að finna hlutverk setursins, starfsemi á sviði verklegs náms og starfsnáms, val í starfsnám auk verkefna á sviði sí- og sérmenntunar. Þá er sérstaklega kveðið á um að mennta- og starfsþróunarsetur skuli, í samvinnu við háskóla, þróa gagnreyndar aðferðir lögreglu með því að stuðla að vísindarannsóknum innan lögreglunnar. Við val á rannsóknarefnum skal haft að leiðarljósi að þær séu unnar í þeim tilgangi að efla þróun og fagmennsku innan lögreglunnar.

Reglugerðina má finna á vef Stjórnartíðinda, smellið hér.